Skoða kort

Staðsetning

Félagsheimilið Þjórsárver er í Flóahreppi á vesturbakka Þjórsár, sunnan við þjóðveg 1. Hingað liggja nokkrir vegir, en sá sem liggur best við alfaraleið er Villingaholtsvegur.

Leið 1: Villingaholtsvegur. Ef þú ert að koma frá Reykjavík og ekur um þjóðveg 1, þá ekur þú austur fyrir Selfoss, ca 6 km. Þá beygir þú við skilti Þjórsárvers (einnig annað skilti “Villingaholtsvegur”) og ekur í suður og suðausturátt ca 9 km (mest á bundnu slitlagi) þangað til þú sérð myndarlegt samkomuhús á hægri hönd, í snyrtilegu umhverfi. Það er Þjórsárver. Á vinstri hönd er hin fallega Villingaholtskirkja og rétt hjá Þjórsárveri er Villingaholtsvatn.

Leið 2: Urriðafossvegur. Einnig er hægt að komast til okkar af þjóðvegi 1 með því að aka niður með Þjórsá vestanverðri, framhjá Urriðafossi sem vert er að skoða í leiðinni. Þjórsárver er svo að segja á vegarenda, lítið eitt til hægri. Urriðafossvegur er malarvegur, um 8 km að lengd.

Leið 3: Strandleiðin. Ef þú ert að koma strandleiðina, gegnum Eyrarbakka og Stokkseyri, þá getur þú annaðhvort beygt til vinstri, nokkru austan við Stokkseyri, þar sem stendur “Villingaholt” á skilti, eða ekið áfram með ströndinni og síðan upp með Þjórsá. Þessar tvær leiðir koma saman rétt sunnan við Þjórsárver, sem bíður þá vinstra megin vegar, uppi á holtinu. Malbikaður vegur er frá Stokkseyri að Félagslundi en malarvegir eftir það. Leiðin frá Stokkseyri, með ströndinni og upp með ánni að Þjórsárveri, er um 23 km.